Um Hundafjör

Hundafjör hóf störf árið 2019 og er eigendur Jónína Guðmundsdóttir. Hundafjör tók þó ekki formlega til starfa í tengslum við hundaþjálfun fyrr en í júní 2020 þegar Jónína lauk eins árs námi í hundaþjálfun hjá Öllum hundum. Jónína er jafnframt útskrifuð sem leiðbeinandi frá Karen Prior Acadamy í námi þar sem sérstaklega var unnið með hvolpa.

Jónína hefur alltaf haft mjög mikinn áhuga á hundum og hefur í gegnum tíðina átt þá nokkra. Jónína hefur sjálf unnið með sína hunda í hlýðni og tekið með þeim hlýðnipróf frá Hundaræktunarfélagi Íslands ásamt því að sýna þá á hundasýningum félagsins. 

Markmið Hundafjörs er að vera með einkatíma og námskeið fyrir hunda á öllum aldri og eigendur þeirra þar sem unnið verður með grundvallar atriði í hvolpauppeldi, umhverfisþjálfun og grunnhlýðni. Við leggjum mikið upp úr því að fylgja einkennisorðum Hundafjörs: Gleði - Fjör - Fagmennska ásamt því að leggja  áherslu á góða samvinnu milli eiganda og hunds.