top of page

Námskeið og einkatímar

Hundafjör býður upp á námskeið og einkatíma fyrir hunda á öllum aldri og eigendur þeirra þar sem unnið verður með grundvallar atriði í hvolpauppeldi, umhverfisþjálfun og grunnhlýðni og NoseWork. Í einkatímum er hægt að vinna með almenna hlýðni og hundauppeldi sem og að vinna með hegðunarvandamál.

            NoseWork

NoseWork er vaxandi íþrótt fyrir hunda og stjórnendur þeirra sem felur í sér að hundurinn leitar uppi og finnur lykt (Eukaliptus) sem falinn er innan- og utandyra í allskonar aðstæðum, ekki ólíkt leitar- og björgunarstörfum. Íþróttin er kjörinn vettvangur til að styrkja tengsl milli eiganda og hunds og hafa gamna samna og hentar öllum hundum, ungum sem eldri, öruggum og hræddum.

NoseWork byggir á fjórum ólíkum mómentum sem eru kennd og jafnframt keppt í, íláta-, innanhúss-, utanhúss- og farartækjaleit.

Hægt er að taka lyktarpróf að námskeiði loknu og í framhaldinu keppa á vegum íslenska NoseWork klúbbsins.

            Grunnnámskeið í NoseWork 1

Á grunnnámskeiði í NoseWork 1 er byrjað að vinna í þeim atriðum sem þarf til þess að byggja upp góðan grunn til framtíðar í NoseWork, bæði fyrir hundinn og stjórnandann. Hundinum er kennt á lyktina sem notuð er í NoseWork 1 (Eukaliptus) og stjórnandinn lærir að þekkja merkingar hundsins.

Á þessu námskeiði er lögð áhersla á íláta- og innanhúsleit.

Námskeið er sex tímar sem eru hver í 90 mínútur hver.

Verð 30.000 kr.

            Framhaldsnámskeið í NoseWork 1

Á framhaldsnámskeiði í NoseWork 1 er áfram unnið með þau atriði sem farið var í á grunnnámskeiðinu en jafnframt kennd utanhúss- og farartækjaleit. 

Nauðsynlegt er að hafa lokið grunnnámskeiði í NoseWork áður en farið er á framhaldsnámskeið eða að hundurinn hafi þegar lært á lyktina.

Námskeiðið er fimm tímar sem hver er 90 mínútur.

Verð 25.000 kr.

            Hvolpakrútt

Námskeið fyrir hvolpa á aldrinum 12-20 vikna þar sem lögð er áhersla á að styrkja samband á milli hvolps og eiganda í bland við umhverfiþjálfun og lærdóm um grunnatriði í hvolpauppeldi.

Verð 25.000 kr.

Um er að ræða einn bóklegan tíma og fjóra verklega sem kenndir eru einu sinni í viku.

            Grunnur að góðri framtíð 

Námskeið fyrir hvolpa/hunda frá 4 mánaða aldri þar sem farið er yfir grunnatriði í hlýðni eins og innkall, hælgöngu o.fl. atriði sem stuðla að góðri framtíð hunds og eiganda.

Verð 35.000 kr.

Um er að ræða 10 tíma, þar af tvo bóklega, sem kenndir eru einu sinni í viku

            Einkatímar

 

Í einkatímum gefst tækifæri til þess að vinna með hundinum og eigandanum einslega hvort sem er til þess að læra grunnatriði, bæta það sem þið kunnið fyrir eða vinna með og aðstoða með hegðunarvandamál. Þannig er eigandanum og hundinum mætt á þeim stað sem þeir eru og byggt upp frá því.

Verð fyrir einkatíma er 8.000 kr. og er hver tími 40 mínútur. Oft er þörf á fleiri en einum tíma til þess að ná tilsettu markmiði. Í boði er að kaupa fimm tíma á verð fjögurra eða á  32.000 kr. 

 

Tíminn fer annað hvort fram í aðstöðu Hundafjörs eða á heimili hundsins. Miðað er við að einkatímar fari fram á Selfossi en hægt er að semja um aðra staðsetningu. Hafðu endilega samband á netfangið hundafjor@gmail.com eða á facebook síðu Hundafjörs ef þú villt frekari upplýsingar.

Loppa.png
Loppa.png
Loppa.png
Loppa.png
Loppa.png
Loppa.png
bottom of page