top of page

Hundarnir mínir og ræktun

Hundar hafa verið stór hluti af lífi Jónínu allt frá því að hún var unglingur. Í dag á fjölskyldan fjór hunda af tegundinni Germann Klein Spitz og einn Border Collie. Allir hundarnir okkar hafa tekið þátt í hundasýningum á vegum HRFÍ (hundaræktunarfélagi Íslands) og Border Collie tíkin er aðal félagi Jónínu í hlýðni og allskonar hundasporti.

Argos Eyes

Í sumar fæddist fyrsta gotið hjá mér (Jónínu) og í aðdraganda þess ákvað ég að mig langaði til þess að eiga mitt eigði ræktunarnafn, hvort sem ég ætlaði að leggja út í eiginlega ræktun til langtíma eða ekki. Ég lagðist undir feld og hugsaði í margar vikur um ræktunarnafn en ég vissi að mig langaði til þess að tengja það og framtíðarnöfn hvolpa frá mér við grísku goðafræðina. Með dyggri hjálp eins mesta sögusnillings sem ég þekki ákvað ég að sækja um ræktunarnafnið Argos Eyes. Sagan á bak við ræktunarnafnið er mjög merkileg að mínu mati.

Argos var hundur konungsins Ódysseifs sem fór að heiman í stríð í Troju og skildi eftir fjölskylduna sína og hundinn. Stríði tók tíu ár og það tók Ódysseif önnur tíu ár að komast heim. Þegar hann kom heim fann hann Arogs liggjandi, gamlan, þreyttan og vanræktan fyrir utan húsið sitt. Argos þekkti eiganda sinn augljóslega strax, reisti höfuð sitt upp, byrjaði að dilla skottinu og lagði eyrun aftur en hafði ekki mátt til þess að standa upp. Þar sem Ódysseifur vildi ekki uppljóstra um komu sína (þeir sem vilja vita meira um af hverju bið ég um að lesa söguna) gekk hann grátandi inn í húsið, fram hjá Argos þar sem hann lá veikburða, og Argos dró þá sinn síðasta andardrátt og lést.

Þar sem Arogs var þegar til sem ræktunarnafn vantaði mig að skeyta einhverju við nafnið til þess að fá það samþykkt og þá fannst mér tilvalið, með vísan til sögunnar, að notast við Argos Eyes eða Augu Argos.

Ég hef nú fengið ræktunarnafnið Argos Eyes samþykkt af HRFÍ og FCI og verða því allir hvolpar sem fæðast hjá mér undir því ræktunarnafni.

Ronja.jpg

Ronja (Orku Snjó Mjöll) er fædd 9. nóvember 2020 og er Border Collie. Foreldrar hennar heita  Polar og Indiana. Ronja hefur farið á hundasýningar en finnst það ekki eins skemmtilegt og að taka þátt í hlýðni, leit eða öðru hundasporti. Hún er mikill vinnuhundur og elskar fátt eins mikið eins og að vinna fyrir eiganda sinn.

Askur.jpg

Askur (Orku Askur) er fæddur 15. september 2018 og er úr fyrsta gotinu af German Klein Spitz á Íslandi. Foreldrar hans heita  Zorro og Army. Hann er í dag orðinn íslenskur ungliðameistari, íslenskur meistari og norðurlandameistari.

 

Askur var valin besti hvolpur sýningar í júní 2019 og lenti í 4. sæti í grúbbu á sýningu í júní 2022. Askur fær mjög góðar umsagnir frá dómurum á sýningum og við erum virkilega spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Askur tók einnig CGC hlýðnipróf (Canine Good Citezen) með Jónínu þegar hún var í hundaþjálfaranáminu og gekk virkilega vel.

Grizzly.jpg
Embla.jpg

Grizzly (Tangle Of Happiness Creuzburg) er fæddur 30. október 2018 í Rússlandi og flutti til Íslands í júlí 2019. Hann fór á eina hundasýningu á meðan hann bjó í Rússlandi og var þá valin besti hvolpur sýningar.

Hér á Íslandi hefur Grizzly gengið mjög vel. Hann er í dag orðinn íslenskur ungliðameistari og íslenskur meistari og fær mjög góðar umsagnir frá dómurum á sýningum.

Embla (Orku Ginny Weasley) er fædd 17. desember 2019. Foreldrar hennar eru Zorro og Armonella.

Embla hefur ekki farið á nema eina hundasýningu þar sem Covid hefur hamlað verulega sýningum undanfarin ár. Hún fæddi sitt fyrsta goti í byrjun júlí 2022, eina tík (Athenu) og einn rakka sem því miður lést tveggja daga gamall.

Athena (Arogs Eyes The One and Only Athena) er fædd 1. júlí 2022. Foreldrar hennar eru Orku Ginny Weasley (Emblu) og Dr. Watson.

 Athena er búin að fara á eina hundasýningu og fékk sérlega lofandi og virkilega góða umsögn. 

Frosti.jpg

Frosti (Fjallahrings Skreppur) fæddist 27. desember 2017 og var úr fyrsta gotinu á Íslandi af Australian Catle Dog. Foreldrar hans heita Texas og Tóta. Frosti varð íslenskur ungliðameistari og náði bronsmerki HRFÍ í hlýðniprófi.

Allt frá því að Frosti var sjö mánaða átti hann við alvarleg og langvinn veikindi. Eftir því sem hann varð eldri þá ágerðust veikindin og leiddu til þess að það þurfti að láta svæfa hann þann 27. apríl 2020. Frosti var mikill karakter og hans er saknað mjög mikið.

bottom of page